Urner Haute Route - Andermatt til Engelberg á Fjallaskíðum
Urner Haute Route - Andermatt til Engelberg á Fjallaskíðum

Urner Haute Route fjallaskíðaþverunin tengir saman tvö af þekktustu "off-piste" púðurskíðasvæðum Alpanna, Andermatt og Engelberg á 5 dögum. Styttri vegalengdir en brattari fjöll gefa þér alvöru "ski mountaieering" upplifun og Svissneskir skálar fjarri mannabyggðum með frábærum mat og þjónustu tryggja þægindi okkar í ferðinni. Ferðin er með íslenskri leiðsögn og fer Jón Heiðar Andrésson fyrir ferðinni en hann er einn af þremur alþjóðlega vottuðum fjallaleiðsögumönnum (IFGMA) á Íslandi. Ferðin eru 6 dagar í heild, einn off-piste skíðadagur í Engelberg og 5 dagar í Urner þverun milli skála.
Yfirlit ferðar
Dagur 1: Off-piste skíðun og þjálfun í Engelberg
Dagur 2: Andermatt - Albert Heim hütte
Dagur 3: Albert Heim hut - Chelenalphütte
Dagur 4: Chelenalphütte - Alpin Center Sustenpass
Dagur 5: Alpin Center Sustenpass - Sustlihütte
Dagur 6: Sustlihütte - Engelberg
Nákvæm lýsing:
Kvöldfundur í Engelberg verður kvöldið fyrir ferð þar sem farið verður yfir ferðina.
Dagur 1: Off piste skíðun og þjálfun í Engelberg
Engelberg er off-piste paradís með endalsausum möguleikum á flottum skíðaleiðum. Frá Klein Titlis, sem er toppurinn á skíðasvæðinu, eru um 2.000m niður í bæ aftur og meirhlutinn af því er utanbrautar. Svæðið er heimsþekkt fyrir utanbrautarskíðun og mikinn púðursnjó og það er oftast hægt að skíða í ferskum snjó ef þú þekkir svæðið vel. Við notum daginn í að hita okkur upp fyrir komandi viku, fara yfir skíðatækni og snjóflóðaþjálfun og skíða eins mikið og við getum utanbrautar og hægt er. Við endum í Engelberg þar sem við undirbúum komandi daga.
Dagur 2: Engelberg - Albert Heim hütte
VIð vöknum snemma og tökum lest frá Engelberg til Realp í Andermatt. Ferðalagið tekur um 3-4 tíma. Frá Realp lestarstöðinni göngum við upp í Furka Pass veginn (sem er lokaður á veturna vegna snjó) og upp í Hotel Galenstock (1995m). Þar förum við af veginum og út í óbyggðir. Við stefnum til norðurs og vinnum okkur upp með Schafberg í Albert Heim hütte (2543m) þar sem við gistum.
- Vegalengd: 4.8km
- Mesta hæð: 2539
- Uppganga / Skíðun: 1000m / 0
- Tími ca. 3klst fyrir utan stopp
Dagur 3: Albert Heim hütte - Lochberg (3097m) - Chelenalphütte
Dagurinn byrjar á stuttu skíðarennsli niður að Sunnig Berg og við höldum áfram ferðinni norður yfir fjallgarðana og stefnum upp í fjallaskarðið Winterlücke (2852m). Hér gefst okkur tækifæri á því að komast á toppinn á Lockberg(3097m) með því að brölta upp vesturhrygginn frá skarðinu. Frá skarðinu er svo brött og löng skíðabrekka að vatniu Göscheneralpsee. Við fylgjum vatninu og vinnum okkur inn dalinn og upp í Chelenalphütte þar sem við gistum yfir nóttina.
- Vegalengd: 10.3km
- Mesta hæð: 3097m
- Uppganga / Skíðun: 1300m / 1200m
- Tími ca. 4klst fyrir utan stopp
Dagur 4: Chelenalphütte - Sustenhorn (3503m) - Alpin Center Sustenpass
Dagurinn byrjar á brattri uppgöngu frá skálanum og upp í Sustenlimi (3077m) fjallaskarðið. Stefnan er sett á að toppa hæsta fjallið í fjallgarðinum, Sustenhorn (3503m). Þegar á toppinn er komið bíður okkar ein lengsta brekka ferðarinnar. Við skíðum alla leið frá toppnum niður jökulinn og í gegnum ísfallið á Steingletcher jöklinum og rennum okkur alla leið niður í skálann í Alpin Center Sustenpass.
- Vegalengd: 11km
- Mesta hæð: 3503m
- Uppganga / Skíðun: 1150m / 1650m
- Tími ca. 3,5 klst fyrir utan stopp
Dagur 5: Alpin Center Sustenpass - Fünffingerstöck (2942m) - Sustlihütte
Efrir að hafa vaknað endurnærð eftir góðan kvöldmat frábæra Svissneska þjónustu í skálanum leggjum við að stað. Við göngum til norðurs frá skálanum og upp Obertal dalinn sem mun leiða okkur upp á toppinn á Fünffingerstöck (2942). Frá toppnum fáum við ómótsæðilegt útsýni í allar áttir og yfir skíðaleið gærdagsins. Eftir aðstæðum þá eru nokkrir valmöguleikar um skíðaleiðir niður í næsta skála. Það er smá ganga upp í skálan í lok dags, eða löng travesa eftir því hvað verður fyrir valinu.
- Vegalengd: 6.5km
- Mesta hæð: 2942m
- Uppganga / Skíðun: 1300m / 900m
- Tími ca. 4 klst fyrir utan stopp
Dagur 6: Sustlihütte - Grassen (2946m) - Engelberg
Lokatindur ferðarinnar er Grassen (2942m). Frá Sustlihütte göngum við upp Stössenfirn jökulinn up upp í bratt fjallaskarð, Stössensattel (2782m). Þaðan fylgjum við mjóum hryggnum alla leið upp á Grassen (2946m). Frá toppnum býðu okkur mögnuð brekka sem tekur okkur í gegnum allt sem skíðaleið gæti haft upp á að bjóða: jöklalandslag, stórar opnar brekkur, gil og trjáskíðun. Þessi dagur toppar upplifunina og er ferðalag í gegnum risastórt og ótrúlegt landslag. Við fylgjum hliðum Gross Titlis allaleið niður í útjaðar engelberg þar sem við tökum annaðhvort strætó eða leigubíl inn í miðbæinn. Við förum út að borða saman til að fagna í lokin, eftir það er ferðin formlega búin.
- Vegalengd: 9.9km
- Mesta hæð: 2946m
- Uppganga / Skíðun: 700m / 1800m
- Tími ca. 4 klst fyrir utan stopp
Mikilvægar upplýsingar
Bókanir
Hægt er að bóka ferðina með því að senda tölvupóst á info@asgardbeyond.is, eða með því að smella á "Send us an iquiry" hnappinn. Staðfestingargjald er 45 000kr á mann og er óendurkræft og telst ferðin bókuð þegar búið er að greiða það. Vakin er athygli á bókunarskilmálum en hægt er að lesa nánar um þá hér. Hægt er að greiða með kredidkorti eða millifærslu.
Ferðalag til Engelberg
Tryggingar
Þáttakendur bera sjálfir ábyrgð á því að vera með viðeigandi tryggingar fyrir ferðina. Björgunarsveitir í Evrópu og Sviss áskilja sér rétt til að rukka einstaklinga um fullt gjald fyrir björgun í fjalllendi og notkun á þyrlu við björgun. Við mælum því eindregið með því að allir þátttakendur séu með viðeigandi tryggingar til þess að standa straum af kostnaði sem gæti hlotist ef að eitthvað kemur uppá. Hægt er að skrá sig í franska alpaklúbbinn og fá tryggingar fyrir lágt verð sem eru gildar í allri Evrópu.
Veður og aðstæður
Asgard áskilur sér rétt til þess að breyta út af dagskrá ferðarinnar með tilliti til veðurs og aðstæðna hverju sinni. Þetta er gert með öryggi þátttakenda í huga og til að tryggja bestu mögulegu upplifun af ferðinni. Ef ferðatilhögun breytis mjög mikið gæti fylgt því auka kostnaður td. ef ekki er hægt að fara upp í hæð vegna veðurs og gista þarf á hóteli niðri á láglendi í staðinn eða ferðast langar vegalengdir inn á önnur svæði.
Búnaður
Búnaðarlisti og nákvæmari upplýsingar verður sent á þátttakendur fyrir brottför ferðar.