Silvretta traversan - fjallaskíðaferð í Austurríki
Silvretta traversan - fjallaskíðaferð í Austurríki

Fjallaskíðun í Silvretta Ölpunum er er fullkomin ferð fyrir þá sem vilja útvíkka fjallaskíðareynslu sína og kynnast því hvernig er að skíða á milli fjallaskála. Silvretta alparnir samanstanda af 70 3000m tindum sem þekja landamæri Sviss og Austurríkis. Í þessari ferð höfum við möguleika á því að toppa nokkra 3000m tinda sem krefjast ekki tæknilegrar kunnáttu og getu. Þessi ferð er mjög góður undirbúningur fyrir þá sem stefna á Haute Route fjallaskíðaþverunina frá Chamonix til Zermatt í framtíðinni.
Ferðin er með íslenskri leiðsögn og leiðsögumenn sem fara fyrir ferðinni eru alþjóðlega vottaðir fjallaleiðsögumenn (IFMGA/UIAGM).
Dagur 1: Ferðadagur til Landeck í Austurríki
Þátttakendur nota daginn til að ferðast til Austurríkis. Gert er ráð fyrir að flogið sé til Zürich þar sem leigubíll bíður okkar og keyrir okkur alla leið á hótelið í Landeck, en aksturinn tekur um 2.5klst. Umkvöldið borðum við saman á hótelinu og leiðsögumaðurinn fer yfir ferðina og svarar öllum þeim spurningum sem kunna að vakna.
Dagur 2: Ischgl - Heildelbergerhutte
Dagurinn byrjar á stuttu ferðalagi frá hótelinu okkar og að skíðasvæðinu Ischgl þar sem við eyðum fyrripart af deginum í off-pist þjálfun og skíðatækni. Eftir hádegismat tökum við liftuna upp á Pauiner Kopf (2864m). Þaðan rennum við okkur að Zeblasjoch (2539m), setjum skinnin undir og byrjum að ganga. Við förum yfir grunn atriði í göngu á skíðum og æfum misunandi tækni við uppgöngu. Eftir stutta göngu toppum við Piz Davo Sassé (2791). Eftir að hafa notið útsýnisins rennum við okkur svo beint niður í skálann Heidelbergerhutte (2264m). Heidelbergerhutte er klassískur fjallaskáli en samt sem áður vel útbúinn með sturtum, matsölu og bar.
- Vegalengd: 3 km
- Mesta hæð: 2791m
- Uppganga/Skíðun: 200m / 500m
- Tími ca. 1 klst (í uppgöngu)
Dagur 3: Heidelbergerhutte - Jamtalhutte
Á þessum degi ferðumst við frá Heidelbergerhutte til Jamtalhutte með viðkomu í Kronenjoch skarðinu og toppum Breite Krone (3097m). Við skíðum af toppnum og alla leið niður í skála. Skálinn er í eigu Þýska Alpaklúbbsins og er afar vel búinn og þægilegur, þar er meðal annars að finna ísklifurturn, sturtur og matsölu með bar.
- Vegalengd: 8 km
- Mesta hæð: 3300m
- Uppganga/Skíðun: 710m / 810m
- Tími ca. 4-5 klst
Dagur 4: Fjallaskíðun út frá Jamtalhutte
Það eru óteljandi fjallaskíðamögueikar út frá skálanum og það veltur aðeins á veðri og aðstæðum hvað verður fyrir valinu. Við stefnum á ferðast í gegnum jöklalandslag og toppa 3000m tinda eins og Hintere Jamtalspitze (3156) eða Gemspitz (3110m).
Frá toppnum skíðum við svo aftur niður í sama skála og gistum aðra nótt.
- Vegalengd: 5.1 km
- Mesta hæð: 3111m
- Uppganga/Skíðun: 984m / 984m
- Tími ca. 5 klst
Dagur 5: Jamtalhutte - Wiesbadenhutte
Við kveðjum Jamtalhutte og höldum af í átt að Wiesbadenhutte, enn einn frábær skálinn á svæðinu. Við förum í gegnum Ochensenscharte skarðið með möguleika á að toppa Dreilanderspitze (3197m). Fjallið er í brattari kantinum og nauðsynlegt að setja skíðin á bakpokann í stutta stund og styðjast við öxi á leiðinni topphrygginn. Við skíðum svo niður jökulinn og endum í Wiesbadnerhutte.
- Vegalengd: 7.5 km
- Mesta hæð: 3185m
- Uppganga/Skíðun: 833m / 564m
- Tími ca. 5 klst
Dagur 6: Wiesbadenhutte - Galtur - Landeck
Síðasti skíðadagurinn og við vinnum okkur aftur til byggða í bæ sem heitir Galtür. Eftir stutta uppgöngu frá skálanum er drauma-skíðabrekka sem bíður okkar, sennilega besta brekka ferðarinna. Möguleiki er að fara upp á Rauher Kopf (3101m) ef hópurin á nóg eftir á tanknum. Þessi langa brekka liggur niður Bieltal og við rennum okkur alla leið niður í Galtür. Þaðan er um 40 mínútna akstur með leigubíl aftur á hótelið í Landeck þar sem við slöppum af, njótum kvöldsins og borðum saman. Hér skilja leiðir og ferðin er formlega búin.
- Vegalengd: 15.6 km
- Mesta hæð: 2772m
- Uppganga/Skíðun: 395 / 1200m
- Tími ca. 5 klst
Dagur 7: Heimferð
Ferðadagur til Íslands. Leigubíll sækir okkur á hótelið og kemur okkur aftur út á flugvöllinn í Zurich.
Mikilvægar upplýsingar
Bókanir
Hægt er að bóka ferðina með því að senda tölvupóst á info@asgardbeyond.is, eða með því að smella á "Send us an iquiry" hnappinn. Staðfestingargjald er 45 000kr á mann og er óendurkræft, vakin er athygli á bókunarskilmálum en hægt er að lesa nánar um þá hér. Hægt er að greiða með kredidkorti eða millifærslu.
Flug
Gert er ráð fyrir því að þátttakendur fljúgi til Zürich þar sem leigubíll bíður okkar og keyrir okkur á áfangastað.
Tryggingar
Þáttakendur bera sjálfir ábyrgð á því að vera með viðeigandi tryggingar fyrir ferðina. Björgunarsveitir í Evrópu og Sviss áskilja sér rétt til að rukka einstaklinga um fullt gjald fyrir björgun í fjalllendi og notkun á þyrlu við björgun. Við mælum því eindregið með því að allir þátttakendur séu með viðeigandi tryggingar til þess að standa straum af kostnaði sem gæti hlotist ef að eitthvað kemur uppá. Hægt er að skrá sig í franska alpaklúbbinn og fá tryggingar fyrir lágt verð sem eru gildar í allri Evrópu.
Veður og aðstæður
Asgard áskilur sér rétt til þess að breyta út af dagskrá ferðarinnar með tilliti til veðurs og aðstæðna hverju sinni. Þetta er gert með öryggi þátttakenda í huga og til að tryggja bestu mögulegu upplifun af ferðinni. Ef ferðatilhögun breytis mjög mikið gæti fylgt því auka kostnaður td. ef ekki er hægt að fara upp í hæð vegna veðurs og gista þarf á hóteli niðri á láglendi í staðinn.
Búnaður
Búnaðarlisti og nákvæmari upplýsingar verður sent á þátttakendur fyrir brottför ferðar.