Haute route - Chamonix til Zermatt á fjallaskíðum

Haute route - Chamonix til Zermatt á fjallaskíðum

Haute Route fjallaskíðatraversan hefur oft verið nefnd sem ein besta fjallaksíðaupplifun sem Alparnir hafa upp á að bjóða. Ferðalagið frá Chamonix til Zermatt tekur 6 daga, en bætt hefur verið við einum þjálfunardegi þar sem við skíðum út frá Chamonix til að stilla okkur af fyrir ferðina og hefja hæðaraðlögun. Það er mögnuð upplifun að ferðast í þessu stórbrotna umhverfi og gista í fjallaksálum, og fá skíðamenningu alpanna beint í æð. Ferðin er með íslenskri leiðsögn og fyrir henni fara Jón Heiðar Andrésson og Róbert Halldórsson, en þeir eru tveir af þremur alþjóðlega vottuðum fjallaleiðsögumönnum (IFMGA) á Íslandi. Það verður enginn svikinn af þessu ævintýri!

 

Yfirlit ferðar

Ferðin byrjar í Chamonix og endar í Zermatt.

Dagur 1: Þjálfunar og undirbúningsdagur í Chamonix

Dagur 2: Chamonix - Alber Premiere skáli

Dagur 3: Albert Premiere skáli - Chable

Dagur 4: Chable - Prafleuri hut

Dagur 5: Prafleuri Hut - Dix Hut

Dagur 6: Dix hut - Vignette Hut

Dagur 7: Vignette hutt - Bertol Hut

Dagur 8: Bertol hut- Zermatt

Nákvæm lýsing

16.mars: Kvöldfundur í Chamonix

Kvöldið áður er ferðin byrjar hittumst við öll á stuttum fundi þar sem farið verður yfir það sem framundan er.

Dagur 1, 17.mars: Þjálfun og undirbúningur í Chamonix

Áður en lagt er af stað í jafn stóra ferð og Haute route er, þá er mikilvægt að hita aðeins upp, passa að búnaður sé í lagi og gera sig kláran fyrir ferðina. Við viljum reyna að komast upp í hæð til að byrja hæðaraðlögun og er stefnan sett á að taka lyftuna upp í Aguille d´Midi (3842m) og skíða niður Glacier d´Géant. Við göngum upp í Pointe Helbronner, sem er Ítalíumegin undir Mont Blanc, þar sem við fáum okku almennilegan Expresso. Þaðan skíðum við svo niður Mer d´Glace jökulinn og endum í Chamonix. Markmið dagsins er að fríska upp á snjóflóðaþjálfun, notkun mannbrodda og ísaxa og koma okkur í gang fyrir vikuna. Ef að einhvern búnað vatnar eða einvherju þarf að bæta við er hægt að nota þennan dag í það. Gist er í Chamonix.

 

Dagur 2, 18. Mars: Chamonix - Albert Premiere hut

Við tökum Bochard liftuna upp í 2765m hæð og göngum þaðan upp í Col des Rachesses, sem er í 3037m hæð. Við skíðum niður að Glacier d´Argentiere, um 600m skíðabrekku og vinnum okkur svo upp í Col du Passon (6028m). Frá skarðinu skíðum við svo niður Glacier du Tour að skálanum Alber Premiere í 2702m hæð þar sem við eyðum nóttinni.

  • Vegalengd: 9 km
  • Mesta hæð: 3037m
  • Uppganga/Skíðun: 941m/1023m
  • Tími ca. 5klst

 

Dagur 3, 19.Mars: Albert Premiere - Chable

Við byrjum daginn á því að ganga upp Glacier du Tour og upp í Col Superior du Tour í 3289m. Þaðan förum við yfir svissnesku landamærin og skíðum áleiðis niður Glacier du Trient. Því næst klifrum við klifrum við upp í Col des Ecandies þars sem við gætum þurft að notast við brodda og ísöxi. Frá toppnum á skarðinu skíðum við alla leið niður í svissneska smábæinn Champex.

Frá Champex tökum við leigubíl til Chable þar sem við gistum. Chable er lítill bær með aðgengi að hraðbönkum og litlum matvöruverslunum þar sem hægt er að fylla á nestisbirgðir.

  • Vegalengd: 12.5 km
  • Mesta hæð: 3289m
  • Uppganga/Skíðun: 697m/1917m
  • Tími ca. 5klst

 

Dagur 4, 20.Mars: Chable - Prafleuri Hut

Við tökum fyrstu skíðalyftuna í átt að Col des Gentianes í 2894m hæð. Við ferðumst svo í átt að næsta skála, Cabanae de Prafleuri, meðfram suðurhlíðum Mont Fort með viðkomu í Col de la Chaux í 2940m og Col de Momin sem er í 3020m hæð. Ef hópurinn er sterkur og veður leyfir gefst okkur tækifæri á að toppa fjallið Rosablanche (3336m).

  • Vegalengd: 8.3 km
  • Mesta hæð: 3142m
  • Uppganga/Skíðun: 664m/913m
  • Tími ca. 5-6klst

 

Dagur 5, 21.Mars: Prafleuri hut - Dix hut

VIð byrjum daginn á stuttu klifri beint fyrir ofan skálann upp í Col des Roux (2804m). Fyrsta skíðabrekka dagsins kemur okkur niður að Lac des Dix þar sem við setjum skinnin undir. Við fylgjum svo vatninu og göngum upp í Pas de Chat fjallaskarðið sem er í 2385m hæð. Þaðan göngum við upp í Dix skálann í 2928m hæð. 

Ef tankurinn er ekki orðinn tómur í lok dags er hægt að ganga upp á La Luette (3548m) sem býður upp á magnað útsýni, og njóta þess að skíða svo beint niður að skálanum þar sem bjórinn bíður kaldur á dælunni.

  • Vegalengd: 10.2 km
  • Mesta hæð: 2902m
  • Uppganga/Skíðun: 895m/644m
  • Tími ca. 5-7klst

 

Dagur 6, 22.Mars: Dix Hut - Vignettes hut

Frá Dix fjallaskálanum byrjum við á því að ganga upp Glacier de Cheilon í átt að Col de la Serpantine í 3547m hæð sem leiðir okkur á toppinn á Pigne d’Arolla (3790m). Við njótum útsýnisins frá toppnum sem er með ógleymanlegu útsýni yfir nánast alla mið-alpana. Frá toppnum eigum við svo frábæra skíðabrekku alla leið niður að stórmögnuðum skála sem situr á mjórri klettaegg, Cabane des Vignettes (3160m).

  • Vegalengd: 7.1 km
  • Mesta hæð: 3727m
  • Uppganga/Skíðun: 910m/686m
  • Tími ca. 5klst

 

Dagur 7, 23.Mars: Vignettes hut - Bertol

Frá Vignette skálanum göngum við upp í Col d’Eveque í 3377m hæð og skíðum svo niður Haut Glacier d’Arolla í um 2550m hæð. Við setjum skinnin aftur á og vinnum okkur upp í Bertol skálann í 3311m hæð. Bertol skálinn er einn af flottari skálum í ölpunum og býður upp á magnað útsýni.

  • Vegalengd: 12.5km km
  • Mesta hæð: 3387m
  • Uppganga/Skíðun: 1121m/1009m
  • Tími ca. 6klst

 Dagur 8, 24.Mars: Bertol hut - Zermatt

Síðasti skíðadagur ferðarinnar og án efa besti skíðadagurinn af þeim öllum. Fá Bertol skálanum til Zermatt ferðumst við yfir risastórt jöklalandslag í gegnum Col de la Tete, með möguleika á því að toppa Tete Blanche (3710m). Við fylgjum að lokum Zmutt jöklinum og skíðum undir norðurhlíðum Matterhorn og alla leið niður í Zermatt.

  • Vegalengd: 15 km
  • Mesta hæð: 3660m
  • Uppganga/Skíðun: 567m/1706m
  • Tími ca. 5klst

Á þessum síðasta degi ferðarinnar förum við út að borða og fögnum ferðalokum. Ferðinni lýkur formlega hér en við mælum með því að þátttakendur taki auka dag í Zermatt til að auka þægindi við ferðalagið aftur til Ísland. Beint flug er til Íslands frá Zürich þann 26.mars.

 

Mikilvægar upplýsingar

Bókanir

Hægt er að bóka ferðina með því að senda tölvupóst á info@asgardbeyond.is, eða með því að smella á "Send us an inquiry" hnappinn. Staðfestingargjald er 45 000kr á mann og er óendurkræft, og telst ferðin bókuð þegar búið er að greiða það. Vakin er athygli á bókunarskilmálum en hægt er að lesa nánar um þá hér. Hægt er að greiða með kredidkorti eða millifærslu.

Ferðalag til Chamonix og frá Zermatt

Flug:
Icelandair flýgur til bæði Zürich og Genf. Hægt er að bóka beint flug til Zürich en flugið til Genf er í tveimur leggjum
 
Zurich - Chamonix með lest:
Best er að ferðast til frá Zürich til Chamonix með lest. Ferðalagið tekur rúma 5 tíma og hægt er að kaupa lestarmiða frá Zürich flughafen til Chamonix á sbb.ch, eða hjá upplýsingaborði á lestarstöðinni.
 
Genf - Chamonix:
Nokkrir valmöguleikar koma til greina. Hægt er að taka lest frá flugvellinum í Genf, taxa eða rútu. Vert er að hafa í huga að hjá rútufyritækinu Flixbus er ekki öruggt að það sé páss fyrir stórar töskur.
 
Zermatt - Flugvöllur (Genf eða Zürich):
Auðveldast er að taka lest á flugvöllinn frá Zermatt hvort sem það er til Genf eða Zürich. Gott er að hafa í huga að það tekur tæpa 4 tíma að ferðast með lestinni frá Zermatt til Zürich.

 

Tryggingar

Þáttakendur bera sjálfir ábyrgð á því að vera með viðeigandi tryggingar fyrir ferðina. Björgunarsveitir í Evrópu og Sviss áskilja sér rétt til að rukka einstaklinga um fullt gjald fyrir björgun í fjalllendi og notkun á þyrlu við björgun. Við mælum því eindregið með því að allir þátttakendur séu með viðeigandi tryggingar til þess að standa straum af kostnaði sem gæti hlotist ef að eitthvað kemur uppá. Hægt er að skrá sig í franska alpaklúbbinn og fá tryggingar fyrir lágt verð sem eru gildar í allri Evrópu.

Veður og aðstæður

Asgard áskilur sér rétt til þess að breyta út af dagskrá ferðarinnar með tilliti til veðurs og aðstæðna hverju sinni. Þetta er gert með öryggi þátttakenda í huga og til að tryggja bestu mögulegu upplifun af ferðinni. Ef ferðatilhögun breytis mjög mikið gæti fylgt því auka kostnaður td. ef ekki er hægt að fara upp í hæð vegna veðurs og gista þarf á hóteli niðri á láglendi í staðinn.

Búnaður

Búnaðarlisti og nákvæmari upplýsingar verður sent á þátttakendur fyrir brottför ferðar.

Trip Details
Duration: 

8 dagar

Season: 
Spring
Trip Dates: 

17. - 24. mars 2023

Guest to Guide Ratio: 

6:1, Lágmark 4 Þátttakendur

Skills Requirement: 

Mjög gott líkamlegt form og vera vanur á fjallaskíðum

Pricing
349.900 kr
Included
  • Undirbúningsfundur fyrir ferðina á Íslandi
  • Taxi frá Champex til Chable
  • Gisting í öllum fjallaskálum og í Le Chable með morgunmat og kvöldmat
  • Íslensk leiðsögn með vottuðum alþjóðlegum leiðsögumönnum (IFMGA)

 

 

Not Included
  • Ferðalag til Chamonix
  • Ferðalag frá Zermatt
  • Gisting í Chamonix
  • Gisting í Zermatt
  • Skíðalyftur
  • Slysa og ferðatryggingar